Almennar fréttir - 26.03.2020
Innlögn í VR varasjóð frestast
Aðalfundur VR var haldinn í gær, miðvikudaginn 25. mars 2020, á Hilton Reykjavík Nordica í samræmi við lög félagsins. Í ljósi samkomubanns yfirvalda og aðstæðna í þjóðfélagnu var fundurinn með óhefðbundnu sniði en í upphafi fundar var samþykkt sú dagskrárbreyting að eina mál á dagskrá væri að lýsa kjöri stjórnar og trúnaðarráðs sbr. niðurstöður allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu sem lauk 15. mars sl. Að því búnu var fundinum frestað um óákveðinn tíma. Af þessum sökum frestuðust öll önnur hefðbundin dagskráratriði svo sem ákvörðun um innlögn í VR varasjóð.
Ákvörðun um innlögn í sjóðinn og önnur atriði verða tekin fyrir á framhaldsaðalfundi sem boðaður verður að afloknu samkomubanni stjórnvalda sem við munum segja frá hér og auglýsa um leið og þær upplýsingar liggja fyrir.