Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 21.03.2018

Inngreiðsla í VR varasjóð – Í hvað ætlar þú að nýta þinn varasjóð?

Á aðalfundi VR, sem var haldinn 19. mars sl. var samþykkt að framlag í VR varasjóð verði samtals 751.000.000 kr. fyrir árið 2017 auk viðbótar framlags að upphæð 14.492.146 kr. vegna ársins 2016.

Samkvæmt reglugerð VR varasjóðs fer hluti af iðgjöldum orlofs- og sjúkrasjóðs í sjóðinn og fer því framlag í varasjóð eftir því hvernig þeir sjóðir standa hverju sinni. Aukning hefur orðið í greiðslum úr sjúkrasjóði en hlutfall sjúkradagpeninga af sjúkrasjóðsiðgjöldum hefur hækkað mikið og er nú í 67,92%, sem er það mesta sem við höfum séð frá því í hruninu árið 2009. Af þessum sökum lækkar framlag í varasjóð fyrir árið 2017.

Varasjóðinn má nýta í ýmis æfingagjöld eins og í líkamsrækt, sund og golfklúbba og við kaup á hjálpartækjum tengdum líkamsrækt eins og hlaupaskóm, golfkylfum og fleiru. Þá er hægt að nýta sjóðinn í ýmsa læknistengda þjónustu eins og tannlækni, sálfræðikostnað, laseraðgerðir og fleira. Greiðslur úr sjóðnum eru almennt staðgreiðsluskyldar og er staðgreiðsla dregin af fjárhæð fyrir útborgun.

Þrjár undantekningar eru á staðgreiðsluskyldum greiðslum:

  1. Líkamsrækt og endurhæfing (sjúkraþjálfun, nudd, nálastungur og kírópraktor) að hámarki kr. 55.000 á ári (m.v. árið 2018)
  2. Greiðsla á gistikostnaði í orlofi að hámarki kr. 55.000 á ári. Þetta á einungis við um greiðslu fyrir gistingu, s.s. orlofshús, hótel eða gistiheimili.
  3. Starfstengt nám, styrkir úr sjóðnum vegna starfsnáms

Nánari upplýsingar um varasjóðinn má sjá á vef VR hér.

Athugið að endurgreiðsla hvers félagsmanns fer eftir réttindainneign hans. Stöðu og umsóknir í VR varasjóð má finna á Mínum síðum.