Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hadegisfundur_01.jpg

Almennar fréttir - 20.11.2017

Í blíðu og stríðu, með okkur sjálfum – morgunfyrirlestur

Næsti fyrirlestur fyrir félagsmenn VR er morgunfyrirlestur. Rakel Heiðmarsdóttir er fyrirlesari og hefst hann kl. 08.30, fimmtudaginn 23. nóvember nk.

Við erum alltaf að senda okkur sjálfum skilaboð með hegðun okkar, viðbrögðum og ekki síst innra tali við okkur sjálf. Hver eru þessi skilaboð? Rakel mun hjálpa okkur að leita svara við eftirfarandi spurningum. Erum við að stappa í okkur stálinu eða rífa okkur niður? Erum við að segja okkur að við getum eitthvað sem er erfitt eða segjum við okkur að við séum vonlaus og getum það ekki? Skipta þessi skilaboð máli?

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Athugið tímasetninguna 08.30 – 09.30, fimmtudag þann 23. nóvember nk.

- Smelltu hér til að skrá þig