Almennar fréttir - 19.12.2024
Hvernig líður starfsfólkinu þínu?
Árleg könnun VR á Fyrirtæki ársins hefst í upphafi árs 2025 og nær til rúmlega 40 þúsund sem starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Könnunin gefur stjórnendum fyrirtækja mikilvægar upplýsingar um viðhorf starfsfólks. Hvað finnst starfsfólki um stjórnun fyrirtækisins? Er starfsfólkið sátt við vinnuaðstöðu sína? En launakjörin? Líður fólki vel á vinnustaðnum?
Í könnuninni er spurt um viðhorf starfsfólks til níu lykilþátta sem endurspegla traust milli stjórnenda og starfsfólks og segja til um innri styrk fyrirtækisins. Það eru gömul sannindi og ný að ánægt starfsfólk leggur sig meira fram í starfi. Gott starfsumhverfi ýtir undir frumkvæði, sköpun og nýjungar, sem gerir fyrirtæki sveigjanlegri og betur undirbúin fyrir samkeppni.
Fyrirtæki ársins er því mun meira en bara viðurkenning sem dregin er fram á tyllidögum, niðurstöðurnar eru öflugt tæki sem gefur stjórnendum dýrmætar upplýsingar um hvað er vel gert og hvað þarf að bæta.
Ætlar þitt fyrirtæki að vera með í Fyrirtæki ársins 2025? Skráðu fyrirtækið hér og við verðum í sambandi þegar nær dregur.