Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr 9Min Lendingarsida 640X500 Mobile Isbud 01@2X

Almennar fréttir - 10.01.2020

Hvernig er samkomulagið á þínum vinnustað?

Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur frá og með 1. janúar sl. Það þýðir að uppsöfnun styttingar hófst þann 1. janúar. Fyrsta heila vinnuvika janúarmánaðar er því 45 mínútum styttri en áður.

Starfsfólk í fullu starfi sem ætlar að safna styttingunni upp og taka hana út einu sinni í mánuði geta gert það í lok janúarmánaðar þegar það hefur safnað sér upp heilum mánuði til styttingar.

Við bendum þeim sem fá greitt tímakaup á að tímakaup í dagvinnu skv. kjarasamningi VR og SA hækkaði frá og með 1. janúar 2020. Töflu með nýrri deilitölu fyrir afgreiðslu má nálgast hér og fyrir skrifstofu hér.

Nýja launataxta sem tóku gildi 1. janúar 2020 má nálgast hér.

Allar nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar má finna á vr.is/9min en þar má meðal annars finna spurt og svarað, þar sem svarað er spurningum á borð við „Ég er í hlutastarfi. Á ég rétt á styttingunni?“