Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Askja19

Almennar fréttir - 28.11.2023

Hefur þú kynnt þér starfsþróunarvef VR?

Á vefsíðu VR er að finna sérstaka undirsíðu helgaða starfsþróun þar sem félagsfólk VR getur aflað sér upplýsinga um hvernig má þróast í starfi, sem og nýta sér hin ýmsu verkfæri sem standa þar til boða til að huga að hæfniaukningu sinni.

Þegar talað er um starfsþróun þá er ekki eingöngu verið að tala um að einstaklingar skipti um starfsvettvang, þó að það geti vissulega átt við í einhverjum tilvikum. Hér er meira verið að vísa í það ferli þegar einstaklingar sjá tækifæri í því að vaxa og þróast í störfum sínum með því að móta og/eða tileinka sér nýjar aðferðir til að sinna starfi sínu.

Starfsþróunarráðgjöf

  • Félagsfólki að kostnaðarlausu
  • Ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa Mímis-símenntunar
  • Skráning fer fram í gegnum Mínar síður á www.vr.is
  • Viðtöl fara fram á Teams og taka um 30 mínútur
  • Ráðgjöfin getur farið fram á ensku, sé þess óskað
  • Markmiðið er að veita upplýsingar um mögulegar leiðir til frekari starfsþróunar, stuðning við ákvarðanatöku um nám eða stöðu á vinnumarkaði

Sjá nánar á starfsþróunarvefnum hér.