Almennar fréttir - 09.11.2022
Hádegisverðarfundur um styttingu vinnuvikunnar
VR býður á opinn hádegisverðarfund um styttingu vinnuvikunnar þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 12:30- 14:20. Fundurinn verður haldinn í salnum Háteig á Grand hótel. Léttur hádegisverður í boði frá kl. 12:00.
Meðal fyrirlesara verða Juliet Schor, prófessor við Boston College, og Charlotte Lockhart, einn stofnenda og framkvæmdastjóri 4-Day Week Global, en þær fjalla um tilraunaverkefni um 4-daga vinnuviku.
Þá flytja einnig erindi Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, og Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB. Í pallborði í lok fundar sitja auk Guðmundar Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Fundarstjóri er Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR.
Sætaframboð er takmarkað og því óskum við eftir að fólk skrái sig á fundinn.
Smelltu hér til að skoða nánari dagskrá og skrá þig á fundinn.
Vinsamlega athugið að erindi erlendra fyrirlesara verða flutt á ensku og verða ekki túlkuð á íslensku.