Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hadegisfundur_01.jpg

Almennar fréttir - 15.01.2018

Hádegisfyrirlestrar vor 2018

VR býður félagsmönnum sínum upp á skemmtilega og fræðandi hádegisfyrirlestra á vorönn 2018.

Fyrsti hádegisfyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00-13.00, fimmtudaginn 18. janúar nk. og ber yfirskriftina Betri svefn – grunnstoð heilsu. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum fer yfir mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, helstu vandamál tengd svefni og gefur góð ráð fyrir betri nætursvefn.

8. febrúar nk., kl. 12.00-13.00, heldur Ásta Snorradóttir fyrirlestur sem kallast Er kulnun í starfi alvara eða ímyndun? Í fyrirlestrinum verður fjallað um kulnun í starfi, hvað einkennir það ástand, hvernig er hægt að vinna sig út úr slíku ástandi og ekki síst - hvernig má forðast það að brenna út í starfi.

8. mars nk., kl. 12.00-13.00, fjallar Guðrún Björg Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá KPMG, um skattaaðstoð og hvað hafa ber í huga við vinnslu skattframtalsins.

22. mars nk., kl. 12.00-13.00, fjallar Pálmar Ragnarsson um jákvæð samskipti á vinnustöðum og hvernig við getum haft góð áhrif á hvort annað.