Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hadegisfundur_01.jpg

Almennar fréttir - 06.01.2020

Hádegisfyrirlestrar og námskeið vor 2020

VR býður félagsmönnum sínum upp á fræðandi námskeið og fyrirlestra á vorönn 2020. Hægt er að skrá sig á viðburði með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Einnig er hægt að skrá sig á streymi á hádegisfyrirlestrana og er hlekkur á streymi inn í hverjum fyrirlestri fyrir sig.

Hádegisfyrirlestrar vorannar

Með húmorinn að vopni: Ingrid Kuhlman verður með hádegisfyrirlestur þar sem fjallað verður á gamansaman hátt um húmor í hinum ýmsu myndum og hvernig við getum notað hann í daglegu lífi til að draga úr streitu og auka gleði. Hvenær: Fimmtudaginn 16. janúar kl. 12:00-13:00.
Nánar um fyrirlesturinn og skráning.

Upptekni umhverfissinninn: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir heldur hádegisfyrirlestur um hvernig hægt er að sinna umhverfismálum í nútímalífi og njóta lífsins með minni loftslagskvíða.Hvenær: Fimmtudaginn 20. febrúar kl 12:00-13:00.
Nánar um fyrirlesturinn og skráning.

Lífsreglurnar 6: Bergsveinn Ólafsson verður með hádegisfyrirlestur um 6 hagnýtar lífsreglur sem geta haft góð áhrif á líf okkar. Hvenær: Fimmtudaginn 19. mars kl. 12:00-13:00. 
Nánar um fyrirlesturinn og skráning. 

Námskeið og fundir vorannar

Námskeið fyrir launafulltrúa í verslun: Bryndís Guðnadóttir, forstöðukona kjaramálasviðs VR verður með námskeið fyrir launafulltrúa sem starfa í verslun. Hvenær: Miðvikudaginn 15. janúar kl 9:00-12:00.
Nánar um námskeiðið og skráning.

Námskeið fyrir launafulltrúa á skrifstofu: Bryndís Guðnadóttir, forstöðukona kjaramálasviðs VR verður með námskeið fyrir launafulltrúa sem starfa á skrifstofu. Hvenær: Föstudaginn 17. janúar kl 9:00-12:00.
Nánar um námskeiðið og skráning.

Megináhersla námskeiðanna er að fara ítarlega yfir ákvæði kjarasamnings er varða launaútreikning og réttarstöðu starfsmanna í verslun. Sérstaklega verður lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla og útreikning launa. Einnig verður farið yfir nokkur atriði varðandi styttingu vinnuvikunnar.

Að8sig - Ný tækifæri: K. Katrín Þorgrímsdóttir verður með námskeiðið Að8sig fyrir eldri félagsmenn VR. Námskeiðið er fyrir þá sem komnir eru yfir fimmtugt og standa frammi fyrir breytingum eða langar til þess að takast á við nýja hluti. Hvenær: Miðvikudagana 5. og 12. febrúar kl. 9:00-12:00.
Nánar um námskeiðið og skráning.

Varst þú að missa vinnuna? kjaramálasvið VR og Jóhann Ingi sálfræðingur halda fyrirlestur fyrir félagsmenn VR sem nýlega hafa misst vinnuna. Þar fer kjaramálasvið yfir helstu réttindi við starfslok og Jóhann Ingi ræðir um hvernig hægt að að vinna með viðhorf og venjur okkar þegar á reynir. Hvenær: Þriðjudaginn 28. janúar kl. 16:00-17:30.
Nánar um fyrirlesturinn og skráning.

Skattframtalsaðstoð einstaklinga: VR býður félagsmönnum sínum upp á aðstoð við að gera skattframtalið. Guðrún Björg Bragadóttir, sérfræðingur hjá KPMG, mun sjá um aðstoðina en hver tími er 15 mínútur. Hvenær: Miðvikudaginn 11.mars kl. 8:30-16:00.
Nánar um skattframtalsaðstoð og skráning.