Almennar fréttir - 29.03.2019
Greiðslur úr Vinnudeilusjóð VR vegna verkfalls 22. mars
Þeir félagsmenn VR sem fóru í verkfall 22. mars sækja um styrk í Vinnudeilusjóð VR á Mínum síðum og fá þeir upp tilkynningu við innskráningu. Þar er umsókn sem þarf að fylla út og er send inn í gegnum kerfið á Mínum síðum.
Laun verða fundin með því að taka 6 mánaða meðaltal launa samkvæmt skilum í kerfum VR. Um er að ræða styrk án launatengdra gjalda að frádreginni staðgreiðslu skatta, ekki hefðbundin laun.
Umsókn fyrir styrk þarf að berast fyrir 5. apríl svo hún verði greidd 15. apríl. Umsóknir sem berast eftir 5. apríl verða greiddar 15. maí.
Ef þú telur að þú eigir rétt á greiðslu úr sjóðnum vegna verkfalls, en hefur ekki aðgang að Mínum síðum, eða færð ekki tilkynningu á Mínum síðum vegna verkfallsins, vinsamlegast sendu tölvupóst á verkfallsnefnd@vr.is eða hringdu í síma 510 1700.
Til að skrá sig inn á Mínar síður þarf annað hvort Íslykil eða rafræn skilríki.
Smelltu hér til að sjá starfsreglur Vinnudeilusjóðs
-
How to apply for a grant from the VR strike fund because of the strike on 22. March
All VR members who went on strike on 22. March should apply for a grant from the VR strike fund on My pages (Mínar síður) and they will get a message when they log in. There they will find an application form that needs to be filled out and sent through the system of My pages.
The amount will be calculated by taking a 6 month average salary according to the info in VR systems. This is a grant. A grant minus taxes, and will therefore not include any of the usual extra payments. This is not your usual salary payment.
Applications need to come in before 5. April in order to be payed on 15. April. Any application that is handed in after 5. April will be paid out on 15. May.
If you think you have a right to a payment from the strike fund because of strike action but do not have access to My pages or you do not get a special message about the strike once logged into My pages then please send us an e-mail here: verkfallsnefnd@vr.is or call us in tel. 510-1700.
To log into My pages you will need either Íslykill or electronic identification.
Click here to see the rules of the VR strike fund (in Icelandic)