Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Folkafundi2

Almennar fréttir - 28.10.2022

Fyrsti fundur LÍV og SGS

Eins og við sögðum frá nýverið ákváðu stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og Starfsgreinasamband Íslands (SGS), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning.

Forystufólk úr þessum samböndum hittust í gær, fimmtudaginn 27. október 2022, í húsnæði VR til þess að stilla saman strengi og ákveða næstu skref.
Mjög góður andi var í hópnum á þessum fyrsta fundi en þetta samstarf nær til hátt í 90 þúsund einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.


Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri:

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs – starfsgreinafélags
Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og formaður samninganefndar LÍV
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness