Vr Fyrirtaeki Arsins 2024 A

Almennar fréttir - 23.05.2024

Fyrirtæki ársins 2024 kynnt í Hörpu

Niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2024 voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu fimmtudaginn 23. maí. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhentu viðurkenningar til fyrirtækja í þremur stærðarflokkum.
Þau fyrirtæki sem skáru fram úr og hljóta nafnbótina Fyrirtæki ársins 2024 eru:

Í flokki lítilla fyrirtækja, þar sem starfa færri en 30:

  • Arango
  • Kjólar og Konfekt
  • Mjúk Iceland

Í flokki meðalstórra fyrirtækja, þar sem starfa 30-69:

  • Hringdu
  • Reykjafell
  • Toyota á Íslandi

Í flokki stórra fyrirtækja, þar sem starfa 70 eða fleiri:

  • Garri
  • Límtré Vírnet
  • NetApp

Könnun VR á Fyrirtæki ársins er stærsta vinnumarkaðsrannsókn á Íslandi og á sér yfir aldarfjórðungs sögu. Gallup lagði könnunina fyrir og sá um úrvinnslu niðurstaðna.
Þau fyrirtæki sem uppfylltu skilyrði um lágmarkssvörun og tryggðu öllu starfsfólki sínu þátttökurétt (ekki aðeins VR félaga) komu til greina í vali á Fyrirtæki ársins og voru þau 158 talsins. Auk fyrirtækja ársins voru viðurkenningar veittar til fimmtán efstu fyrirtækjanna í hverjum stærðarflokki og voru þau útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki 2024. Þá voru tvenn aukaverðlaun veitt. Þrjú fyrirtæki fengu nafnbótina Fjölskylduvænustu fyrirtækin 2024 og þrjú fyrirtækin hlutu Fræðsluviðurkenningu VR 2024, sem var nú veitt í fyrsta skiptið.

Nánar má lesa um niðurstöður og sjá lista yfir fyrirtækin hér.