Almennar fréttir - 08.01.2018
Fyrirtæki ársins 2018
Könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 hefst í febrúar. Könnunin verður send til allra félagsmanna en til að könnunin gefi sem réttasta mynd af stöðu fyrirtækisins er mikilvægt að sem flestir starfsmenn hvers fyrirtækis taki þátt í könnuninni. Eingöngu þau fyrirtæki þar sem allir starfsmenn hafa tækifæri til þátttöku koma til greina sem fyrirtæki ársins. Þannig standa öll fyrirtæki jöfn að vígi í valinu. Stjórnendur geta óskað eftir því að allir starfsmenn fái senda könnun, óháð stéttarfélagsaðild og starfshlutfalli. Fyrirtæki bera ekki kostnað vegna þátttöku félagsmanna VR en greiða fyrir þátttöku annarra starfsmanna en VR félaga. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Í maí 2018 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem fyrirtæki ársins. Valið á fyrirtæki ársins fer fram í þremur flokkum og eru fimm fyrirtæki valin í hverjum stærðarflokki. Alls fá því fimmtán fyrirtæki titilinn Fyrirtæki ársins 2018.