Almennar fréttir - 23.11.2023
Fyrirhuguðum mótmælum aflýst
Fyrirhuguðum mótmælum sem boðuð voru við höfuðstöðvar Landsbankans í dag kl.14 er aflýst.
Meginkrafa okkar var að bankarnir felldu niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuðina af húsnæðislánum Grindvíkinga. Bankarnir hafa orðið við þeirri kröfu.
Það gefur Grindvíkingum það andrými sem við kölluðum eftir og dregur úr óvissu.
Einnig gefur það okkur tíma til að leita langtímalausna á þeim gríðarlega vanda sem blasir við Grindvíkingum. En sú vinna er í fullum gangi.
Við munum næst beina sjónum okkar að lífeyrissjóðunum sem við skorum á að fylgi fordæmi bankanna án tafar.
Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Einar Hannes Harðarson, formaður Vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur.