Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
1mai-2013.jpg

Almennar fréttir - 22.05.2018

Fundur með frambjóðendum í Reykjavík

VR, SFR, Efling og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar - stærstu stéttarfélögin innan ASÍ og BSRB með starfssvæði í Reykjavík efna til sameiginlegs opins fundar með fulltrúum framboðanna í Reykjavík fimmtudaginn 24. maí kl. 17:00 á Grand hótel Reykjavík, til að ræða um þau brýnu kjara- og húsnæðismál sem brenna á starfsfólki Reykjavíkurborgar og öðru launafólki í borginni.

Áherslumál fundarins eru launa- og húsnæðismál.

  • Hvað getur Reykjavíkurborg gert til að bæta launakjör, auka jöfnuð og vinna gegn stéttskiptingu?
  • Hvað getur Reykjavíkurborg gert til að bregðast við því óboðlega ástandi sem nú ríkir á leigumarkaði?

Fundurinn er opinn öllum en félögin hvetja félagsmenn sína sérstaklega til að mæta.

Fundurinn verður haldinn á Grand hótel í salnum Hvammi, fimmtudaginn 24. maí kl. 17-19. Fundarstjórar verða Sigmar Guðmundsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.

Fundinum verður streymt á Facebook síðu viðburðarins Láglaunaborgin Reykjavík?

Fundurinn verður textatúlkaður á ensku.

Gos, kaffi og létt snarl í boði.