Almennar fréttir - 04.08.2017
Frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur
Í tilefni af frídegi verslunarmanna þann 7. ágúst viljum við minna á að hann er stórhátíðardagur skv. kjarasamningum VR. Á stórhátíðum er ekki vinnuskylda, nema um slíkt hafi verið samið sérstaklega milli launþega og vinnuveitanda. Fyrir vinnu á frídegi verslunarmanna ber að greiða með stórhátíðarálagi, auk fastra og reglubundinna launa.
Starfsmenn sem hefðu haft vinnuskyldu á þessum mánudegi, eiga rétt á að fá greidda dagvinnu fyrir þennan dag og á það jafnt við um starfsmenn á föstum mánaðarlaunum og starfsmenn sem fá greitt skv. tímakaupi.
- Sjá nánar um stórhátíðarálag
- Sjá nánar um vinnutíma á frídögum og stórhátíðardögum
VR óskar félagsmönnum til hamingju með daginn !