Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 24.03.2022
Framhald 32. þings LÍV hófst í morgun
32. þing Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var fram haldið á Hótel Hallormsstað í morgun, 24. mars 2022, en því var frestað í október sl. vegna Covid- 19. 71 þingfulltrúi frá VR á sæti á þinginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, setti þingið.
Meðal helstu áherslna þingsins eru komandi kjaraviðræður í haust og húsnæðismál. Þá flytur Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, erindi um verðbólgu og verðþróun og Guðrún Johnsen, hagfræðingur, fjallar um lífeyrissjóði, fjárfestingar og ávöxtun.
Þingslit eru kl. 12:20 á morgun.