Almennar fréttir - 12.02.2020
Frambjóðendur til stjórnar VR 2020-2022
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs VR rann út á hádegi síðastliðinn mánudag þann 10. febrúar 2020.
Kjörstjórn VR hefur úrskurðað 13 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2020-2022 löglega fram borin. Alls verður kosið til sjö sæta í aðalstjórn til tveggja ára, tvo aðalmenn að auki til eins árs og þriggja í varastjórn.
Frambjóðendur til stjórnar eru, í stafrófsröð:
Arnþór Sigurðsson
Bjarni Þór Sigurðsson
Friðrik Boði Ólafsson
Fríða Thoroddsen
Jóhann Már Sigurbjörnsson
Jónas Ingvi Ásgrímsson
Selma Björk Grétarsdóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þórir Baldvin Hrafnsson
Þórir Hilmarsson
Ekkert mótframboð barst gegn lista trúnaðarráðs VR í listakosningu í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.
Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.