Vr Fanar 1

Almennar fréttir - 03.02.2025

Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR

Framboðsfrestur vegna formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2025 - 2029 rann út á hádegi í dag, mánudaginn 3. febrúar 2025.

Kosið verður til formanns, sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. Kjörstjórn VR bárust 4 framboð til formanns og 17 framboð til stjórnar og hefur úrskurðað öll framboðin löglega fram borin.

Frambjóðendur til formanns eru í stafrófsröð:

  • Bjarni Þór Sigurðsson
  • Flosi Eiríksson
  • Halla Gunnarsdóttir
  • Þorsteinn Skúli Sveinsson

Frambjóðendur til stjórnar eru í stafrófsröð:

  • Agata María Magnússon
  • Andrea Rut Pálsdóttir
  • Birgitta Ragnarsdóttir
  • Eldar Ástþórsson
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Jennifer Schröder
  • Karl. F. Thorarensen
  • Kristján Gísli Stefánsson
  • María de Araceli Quintana
  • Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson
  • Ólafur Reimar Gunnarsson
  • Selma Björk Grétarsdóttir
  • Styrmir Jökull Einarsson
  • Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
  • Tómas Elí Guðmundsson
  • Vala Ólöf Kristinsdóttir
  • Þórir Hilmarsson

Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.

Kosningar hefjast kl. 10:00 að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 13. mars.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega. Þá verða framboðin kynnt í VR blaðinu sem dreift verður til félagsfólk í byrjun mars.