Almennar fréttir - 06.02.2023
Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR
Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag þann 6. febrúar 2023.
Kjörstjórn VR bárust tvö einstaklingsframboð til formanns, frá Elvu Hrönn Hjartardóttur og Ragnari Þór Ingólfssyni, og eru bæði löglega fram borin.
Kjörstjórn VR hefur úrskurðað 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2023-2025 löglega fram borin. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.
Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:
Árni Konráð Árnason
Gabríel Benjamin
Halla Gunnarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jennifer Schröder
Jóhanna Gunnarsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Nökkvi Harðarson
Ólafur Reimar Gunnarsson
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Vala Ólöf Kristinsdóttir
Þorsteinn Þórólfsson
Þórir Hilmarsson
Ævar Þór Magnússon
Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.
Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.