Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 02.11.2020
Formaður VR biðlar til viðskiptavina verslana
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann biðlar til almennings að sýna starfsfólki verslana kurteisi og virðingu.
„Starfsfólk í verslun og þjónustu er ómissandi hluti af framvarðarsveitinni sem heldur samfélaginu gangandi á þessum erfiðu tímum, enda verður illa komið fyrir okkar samfélagi ef við getum ekki verslað nauðsynjar.“