Almennar fréttir - 16.12.2020
Fjölbreyttir fyrirlestrar og námskeið fyrir félagsmenn VR
VR býður félagsmönnum sínum á fræðandi námskeið og fyrirlestra og hefur stóraukið þessa þjónustu fyrir næsta ár. Dagskrá vorannar er sneisafull af spennandi efni og ættu allir félagsmenn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig á efnið að eiga vel við þá sem eru í vinnu en einnig hefur verið bætt við sérstökum námskeiðum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn sem eru í atvinnuleit. Þá hefur verið bætt við námskeiðum á ensku og verða einnig nokkrir hádegisfyrirlestrar með enskum texta.
Þjónustan fer að flestu leyti fram rafrænt og er þannig hægt að þjónusta fleiri, fylgja ýtrustu sóttvörnum, auka sveigjanleika og koma betur til móts við félagssvæði VR utan höfuðborgarsvæðisins. Allar nánari upplýsingar um viðburðina og fyrirkomulag þeirra má finna í viðburðadagatali VR og á Facebooksíðu VR. Við vonum að þessi þjónusta muni koma sér vel og að félagsmenn hafi gagn og gaman af.
Smelltu hér til að skoða viðburðadagatal VR og skrá þig á námskeið og fyrirlestra!