Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 13.02.2020
Fimm stéttarfélög undirrita kjarasamning við Elkem
Síðastliðinn fimmtudag undirrituðu fimm stéttarfélög nýjan kjarasamning við Elkem Ísland ehf, sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga.
Samningurinn er til næstu áramóta og felur í sér 2,5% hækkun á launum og uppbótum. Þá er orlofsréttur bættur lítillega. Framundan er kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn.