Almennar fréttir - 16.12.2020
Fékkst þú ekki örugglega desemberuppbót?
Samkvæmt kjarasamningum VR á að greiða desemberuppbót í síðasta lagi þann 15. desember ár hvert. Desemberuppbót árið 2020 fyrir fullt starf er kr. 94.000.
Desemberuppbót 2020 hjá starfsmönnum í hlutastarfi og þeirra sem voru eða eru á hlutabótaleiðinni er reiknuð hlutfallslega miðað við greitt starfshlutfall að meðaltali frá fyrirtækinu árið 2020. Vinnumálastofnun kemur til með að greiða desemberuppbót til þeirra sem eru í staðfestri atvinnuleit 20. nóvember til 3. desember 2020. Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbótina eigi síðar en 10. desember 2020.
Hefur þú fengið þína desemberuppbót?
Sjá ítarlegri upplýsingar um desemberuppbótina og reiknivél til að reikna hana út.