Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Siggi og Katrín Sjóvá.jpg

Almennar fréttir - 30.08.2017

Ertu á leið í nám?

Félagsmenn VR geta sótt um styrki vegna:

  • Starfsnáms – greitt er 75% af starfstengdu námi/námskeiða og ráðstefna, getur numið allt að 90.000 kr. á hverju almanaksári, sem er jafnframt hámarksstyrkur.
  • Tómstundanáms – greitt er 50% af tómstundanámi, getur numið allt að 20.000 kr. á hverju almanaksári (dregst frá hámarksstyrk).
  • Ferðakostnaðar vegna starfstengds náms/námskeiða og ráðstefna. Greitt er 50% af ferðastyrk, sem getur numið allt að 30.000 kr. á hverju almanaksári (dregst frá hámarksstyrk).

Ef ekki hefur verið sótt um starfstengdan styrk  í þrjú ár í röð er hægt að sækja um styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi að hámarki 270.000 kr. fyrir einu samfelldu námi.

VR er aðili að tveimur starfsmenntasjóðum; Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS) og Starfsmenntasjóði verslunarinnar (SV). Réttindi til styrks byggja á greiddu iðgjaldi atvinnurekanda sem greitt hefur verið sl. 12 mánuði. Réttindin eru hlutfallsleg ef laun eru lægri en byrjunarlaun.

Félagsmenn geta séð réttindi sín í sjóðum og sótt um rafrænt á Mínum síðum á vr.is