Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Kosningar2020

Almennar fréttir - 13.03.2020

Ert þú búin/n að kjósa?

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar VR hófst kl. 09.00 mánudaginn 9. mars og lýkur kl. 12.00 á hádegi á morgun, föstudaginn 13. mars 2020. 

Í dag, 12. mars 2020, höfðu 1208 félagsmenn greitt atkvæði en rúmlega 37 þúsund félagsmenn eru á kjörskrá.

Atkvæðagreiðslan er rafræn, slóð á hana má finna á vr.is/kosningar. Valið er á milli 13 frambjóðenda til stjórnar VR. Merkja skal við mest sjö frambjóðendur í stjórnarkosningum.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér frambjóðendurna og nýta atkvæðisrétt sinn.

Þitt atkvæði mótar framtíð félagsins!