Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Styttingvinnuviku Grafik 1200X628 01@2X

Almennar fréttir - 02.10.2019

Er þinn vinnustaður tilbúinn fyrir styttingu vinnuvikunnar?

Í síðustu kjarasamningum var samið um að stytta vinnutíma félagsmanna VR um 9 mínútur á dag. Þessar 9 mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða 3. klst og 15 mínútum á mánuði.

Atvinnurekendur og starfsfólk skulu hafa komist að samkomulagi um hvernig styttingunni verði háttað ekki síðar en 1. desember 2019. Ef slíkt samkomulag liggur ekki fyrir verður hver vinnudagur sjálfkrafa 9 mínútum styttri frá og með 1. janúar 2020.

Á vr.is er að finna mikið af upplýsingum um styttingu vinnuvikunnar og hvetjum við alla félagsmenn VR til þess að kynna sér málið vel. Þar má meðal annars finna tillögur að útfærslum auk samninga sem hægt er að styðjast við þegar styttingin er útfærð. Sjá nánari upplýsingar hér.