Almennar fréttir - 05.05.2022
Er ellinni úthýst? Sjónvarpsþáttur á Hringbraut
Öldungaráð VR stendur að sjónvarpsþætti sem sýndur verður á Hringbraut þann 8. maí næstkomandi kl.19:30 og ber yfirskriftina “Er ellinni úthýst?” Þar mun Sigmundur Ernir Rúnarsson ræða það ástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum við góðan hóp viðmælenda en meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Helga Ingólfsdóttir stjórnarkona í VR.
Farið verður yfir fortíðina, staðan skoðuð eins og hún er og síðast en ekki síst verður horft til framtíðar. Hvernig þarf að standa að uppbyggingu húsnæðis þannig að eldri borgurum sé tryggt húsnæðisöryggi? Við hvetjum ykkur til að fylgjast með.