Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
hadegisfyrirlestur2.jpg

Almennar fréttir - 08.10.2019

Ekki standa hjá - Hádegisfyrirlestur

VR býður félagsmönnum sínum á áhugaverðan hádegisfyrirlestur, fimmtudaginn 17. október kl. 12.00-13.00.

Fyrirlesturinn byggir á þrautreyndu módeli af forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem gengur út frá því að auka getu og þor þeirra sem verða vitni að óviðeigandi hegðun og til að bregðast við. Um er að ræða fyrstu íslensku útgáfu þessa námsefnis.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Fyrirlesari er Benna Sörensen.

Smelltu hér til að skrá þig.

Þeir félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi og skráð sig hér.