Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Viðar_Halldórsson.jpg

Almennar fréttir - 13.02.2017

Ekki missa af spennandi hádegisfyrirlestri

Í næsta hádegisfyrirlestri VR mun Viðar Halldórsson fjalla um hvernig stemning virkar sem ósýnilegt afl sem hefur áhrif á líðan og árangur einstaklinga og hópa. Sjónum verður beint að því hvernig hefðir og saga móta stemningu sem og hvernig einstaklingar geta haft áhrif á stemningu og þar með gert starfið - hvort sem er í vinnu eða heima fyrir - ánægjulegra og árangursríkara.
Í erindinu mun Viðar taka dæmi af íþróttalandsliðum okkar, listafólki og úr daglegu lífi.

Fyrirlesturinn er fimmtudaginn 16. febrúar frá 12:00 -13:00.

Skráðu þig hér.