Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 03.10.2023
Ekki missa af rafrænum hádegisfyrirlestri á fimmtudaginn!
VR býður félagsfólki sínu upp á áhugaverðan hádegisfyrirlestur fimmtudaginn 5. október nk. kl. 12:00 sem nefnist „Stytting til framtíðar.“ Í þessum fyrirlestri fer Victor Karl Magnússon, sérfræðingur í rannsóknum og greiningum hjá VR, yfir ástæður þess að VR krefst 32 stunda vinnuviku án skerðingar launa. Þá verður stytting vinnuvikunnar sett í sögulegt samhengi en baráttan fyrir styttri vinnutíma er alls ekki ný af nálinni.
Við hvetjum félagsfólk til að fylgjast með í hádeginu á fimmtudaginn en fyrirlesturinn verður aðgengilegur á vr.is/streymi og einnig á Mínum síðum í 30 daga eftir útsendingu.