Almennar fréttir - 11.03.2024
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hafin
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls meðal félagsfólks VR sem starfar hjá farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst kl. 9:00 í morgun, 11. mars 2024, og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 14. mars. Atkvæðagreiðslan er rafræn og til að greiða atkvæði þarf Íslykil eða rafræn skilríki. Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi til Kjörstjórnar VR, kjorstjorn@vr.is.
Fyrir frekari upplýsingar og aðgang að atkvæðaseðli, sjá hér.