Mynd Af Stolum2

Almennar fréttir - 14.03.2025

Aðalfundur VR 2025

Aðalfundur VR verður haldinn miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 19:30 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. VR félagar verða að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi.

Túlkun á ensku verður einungis í boði á teams. Félagsfólk sem þarfnast túlkunar á staðfundi, vinsamlega komið með viðeigandi búnað og heyrnartól.

Allar kosningar á fundinum verða rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Þá verða greidd atkvæði um tillögur stjórnar félagsins, m.a. um sameiningu VR og Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og tillögu vegna endurskoðunar á styrkveitingum VR.

Skráning og ítarlega dagskrá fundarins er að finna á hér á vr.is/adalfundur