Vr Adalfundur 2025 Frettamynd A 2

Almennar fréttir - 27.03.2025

Aðalfundur samþykkir sameiningu við Leiðsögn

Aðalfundur VR, sem haldinn var að kvöldi miðvikudagsins 26. mars 2025, samþykkti tillögu stjórnar félagsins um sameiningu við Leiðsögn – félag leiðsögumanna. Leiðsögn hefur einnig samþykkt sameininguna fyrir sitt leyti og er stefnt að því að félögin sameinist frá og með 30. apríl næstkomandi.

Í rafrænni atkvæðagreiðslu á fundinum sögðu 61,6% fundargesta já eða 85 en 33,3% eða 46 sögðu nei. Alls tóku 7 ekki afstöðu til tillögunnar eða 5,1%. Einfaldan meirihluta þurfti fyrir samþykki.

Sameiningin á sér nokkur aðdraganda og hafa viðræður staðið yfir í nokkurn tíma. Um mitt ár 2024 var svo skrifað undir samning um sameiningu. Nú liggur fyrir samþykki aðalfundar VR og félagsfólk Leiðsagnar samþykkti sameiningu í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrr í mánuðinum með 94,5% greiddra atkvæða.

VR tók yfir rekstur Leiðsagnar á síðasta ári og hefur síðan séð um kjaratengda þjónustu við leiðsögufólk. Stofnuð verður deild leiðsögufólks hjá VR.