Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 10.10.2022
45. þing ASÍ sett í morgun
45. sambandsþing Alþýðusambands Íslands var sett kl. 10:00 í morgun á Hilton Reykjavík Nordica með ávarpi Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, sitjandi forseta ASÍ. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, flutti einnig erindi.
Helstu málefni sem verða til umfjöllunar á þinginu eru meðal annars lífeyrismál og efnahagsmál auk húsnæðismála.
101 þingfulltrúi frá Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna sitja þingið, þar af eru 91 þingfulltrúi frá VR en VR er stærsta aðildarfélag að sambandinu.