Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 18.10.2019
31. þing LÍV sett í morgun
31. þing Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 18. október 2019, en 73 þingfulltrúar frá VR sitja þingið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, setti þingið en Drifa Snædal, forseti ASÍ, flutti ávarp.
Á dagskrá þingsins eru stytting vinnuvikunnar og fjórða iðnbyltingin. Meðal framsögumanna á þinginu verða Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri rannsókna hjá VR og Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri.
Þingslit eru kl. 15.30 á morgun.
Nánari dagskrá má nálgast hér.