Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_adalfundur-31.jpg

Almennar fréttir - 13.10.2017

30. þing LÍV sett í dag

30. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 13. október. 80 fulltrúar aðildarfélaga LÍV hvaðanæva af landinu sitja þingið sem er haldið annað hvert ár. 

Á dagskrá þingsins eru meðal annars starfsmenntamál og húsnæðismál. Meðal framsögumanna í morgun voru Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags og Henný Hinz, deildastjóri hagdeildar ASÍ sem fór yfir horfur í efnahags- og kjaramálum. Þingslit eru kl. 15.30 á morgun, laugardaginn 14. október.

Sjá nánari dagskrá hér.