Almennar fréttir - 02.05.2017
1. maí haldinn hátíðlegur víða um land
Nokkur hundruð félagsmenn og aðrir góðir gestir sóttu verkalýðskaffi VR í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkafólks sem var haldinn hátíðlegur víða um land í gær. Kröfugöngur voru gengnar meðal annars á Akranesi og Selfossi og baráttufundur var haldinn í Vestmannaeyjum skipulagður af stéttarfélögunum. Kröfugangan í Reykjavík var á sínum stað þar sem safnast var saman á Hlemmi og gengið niður á Ingólfstorg þar sem haldinn var útifundur verkalýðsfélaganna. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hélt ávarp á útifundi sem haldinn var í tilefni dagsins á Austurvelli. Ræðu Ragnars má lesa í heild sinni hér.
Verið velkomin á Fjölskylduskemmtun á laugardaginn
Sökum veðurs var ákveðið að fresta Fjölskylduskemmtun VR sem halda átti á Klambratúni í tilefni dagsins og færa hana til laugardagsins 6. maí kl. 11.00. Skemmtiskokk VR verður á sínum stað en það er stuttur hringur í kringum Klambratúnið, um 1.5 km leið. Sóli Hólm sér um kynna dagskrána en meðal þeirra sem koma fram er Emmsjé Gauti.
Að loknu hlaupinu verða grillaðar pylsur og allir þátttakendur í skemmtiskokkinu fá verðlaunapening. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.