Almennar fréttir - 02.05.2018
1. maí haldinn hátíðlegur
Kröfugöngur og baráttufundir voru haldnir víða um land í gær á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins eins og venjan er þennan dag. VR tók þátt í skipulagðri dagskrá í Reykjavík og á félagssvæðum sínum úti á landi en kröfugöngur voru gengnar á Akranesi og Selfossi og baráttufundur var haldinn í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Klambratún þar sem VR var með upphitun fyrir kröfugönguna í Reykjavík. Eftir kröfugöngu bauð VR félagsmönnum sínum í verkalýðskaffi í anddyri Laugardalshallarinnar.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hélt ræðu á útifundi á Ingólfstorgi að lokinni kröfugöngu. Ræðuna má lesa í heild sinni hér.