Virðing og tillitssemi
Virðing fyrir fjölbreytileika: Sýnum ólíkum menningarheimum og bakgrunni samstarfsfólks okkar virðingu. Þetta felur í sér að vera opinn fyrir nýjum sjónarmiðum og venjum.
Skilningur á menningarmun: Reynum að skilja og meta menningarmun. Þetta getur hjálpað til við að forðast misskilning og árekstra.
Tillitssemi í samskiptum: Notum tillitssemi í samskiptum, bæði munnlega og skriflega. Forðumst að nota orð eða tjáningu sem gæti misskilist eða sært aðra.
Skýr og opin samskipti
Skýrleiki í samskiptum: Notum einfalt og skýrt mál í samskiptum, sérstaklega þegar við tölum við einhvern sem er með annað móðurmál. Verum skýr í samskiptum til að forðast misskilning. Þetta er sérstaklega mikilvægt í fjarvinnu þar sem samskipti fara oft fram í gegnum tölvupóst eða fjarfundabúnað.
Endurtaka og útskýra: Ef þú ert ekki viss um að skilaboðin hafi komist til skila, endurtaktu þau og útskýrðu betur. Þetta getur komið í veg fyrir misskilning.
Opin samskipti: Hvetjum til opins og heiðarlegs samtals þar sem allt starfsfólk getur tjáð sig án ótta við neikvæð viðbrögð.
Jákvæð vinnustaðamenning
Jákvæðni og hvatning: Stuðlum að jákvæðri vinnustaðamenningu með því að hvetja til jákvæðra samskipta og viðurkenna framlag alls starfsfólks.
Viðurkenning og umbun: Viðurkennum og umbunum fyrir góða frammistöðu og framlag til teymisins, óháð uppruna eða bakgrunni.
Þolinmæði og þrautseigja
Sýna þolinmæði: Verum þolinmóð í samskiptum við erlent starfsfólk. Það getur tekið tíma að yfirstíga tungumálaörðugleika og það er mikilvægt að gefa fólki tækifæri til að tjá sig.
Þrautseigja: Ef samskipti ganga ekki upp í fyrstu, gefumst ekki upp. Reynum aftur og leitum leiða til að bæta samskiptin.
Óskráðar reglur
Á öllum vinnustöðum eru til staðar óskráðar reglur sem gilda innan teyma eða jafnvel í fyrirtækinu í heild. Það er mikilvægt að kynna óskráðar eða óskrifaðar reglur fyrir erlendu starfsfólki.