Greinar og viðtöl

Samlögun, tækifæri og valdefling - Reynslusaga innflytjanda á Íslandi
Þegar ég flutti til Íslands árið 1996 frá Bosníu og Hersegóvínu stóð ég frammi fyrir nýjum og framandi veruleika. Tungumálið var ólíkt öllu sem ég þekkti, samfélagið fylgdi ósýnilegum reglum sem ég þurfti að læra, og veðráttan kallaði á nýja þolinmæði. En þrátt fyrir allt fann ég fljótt fyrir hlýju – og samfélagi sem gaf mér tækifæri til að vaxa og finna mig á ný.

Vinnustaður án aðgreiningar
Ísland hefur breyst og verður aldrei það sama. Frá aldamótum hefur hlutfall af aðfluttum einstaklingum á vinnumarkaði farið hratt vaxandi. Með uppgangi ferðamanna- og byggingariðnaðarins ásamt fjölgun samfélagsins leikur starfsfólk með erlendan bakgrunn ómissandi þátt í atvinnulífinu og samfélaginu. Á meðan að margir hafa aðlagast samfélaginu og gerst nýir Íslendingar sem læra tungumál og siði þá er ekki hægt að segja að samfélagið hafi aðlagast þeim.

Hugmynd af barnum árið 2005
Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni.