Stjórn VR samþykkti úthlutunarreglur Blævar leigufélags á fundi sínum þann 13. janúar 2024. Reglurnar setja ramma utan um starfsemi Blævar og skilgreina verklag við úthlutun íbúða, skilyrði úthlutunar, gæludýrahald og margt fleira. Opnað verður fyrir forskráningu á biðlista Blævar í lok apríl 2024.
Hvað er Blær?
Blær er nýtt íbúðafélag á vegum VR og systurfélagsins Bjargs íbúðafélags sem er samstarfsverkerfni ASÍ og BSRB. Félagið fékk úthlutað lóð við Silfratjörn í Úlfarsárdal árið 2021 og fyrsta skóflastungan var tekin að tveimur fjölbýlishúsum 10. ágúst 2023. Alls verða 36 íbúðir í þessum fyrstu tveimur húsum Blævar en afhending íbúða hefst í lok árs 2024.
Markmið Blævar er að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir VR félaga og fjölskyldur þeirra með því að bjóða upp á vandað húsnæði og hagkvæma leigu í óhagnaðardrifnu félagi.