Spurt og svarað um íbúðir Blævar

  • Alls verður 34 íbúðum úthlutað í fyrstu úthlutun Blævar. Um er að ræða 23 íbúðir í fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut og 11 íbúðir í fjölbýlishúsi við Silfra- og Gæfutjörn.

    Skipting eftir stærð er eftirfarandi:

    • Sextán 2ja herbergja íbúðir (eitt svefnherbergi)
    • Átta 3ja herbergja íbúðir (tvö svefnherbergi)
    • Átta 4ja herbergja íbúðir (þrjú svefnherbergi)
    • Tvær 5 herbergja íbúðir (fjögur svefnherbergi)
  • Umsóknartímabilið er frá 1. júli til 6 september 2024. Það skiptir ekki máli hvenær á þessu tímabili umsókn er send inn.

  • Þú þarft að vera kominn með númer á biðlista Blævar. Umsækjendur njóta forgangs við úthlutun eftir því hversu lágt númerið þeirra er. Auk þess þarftu að uppfylla skilyrðin sem skilgreind eru í úthlutunarreglum Blævar. Til dæmis þarftu að hafa náð 21. árs aldri, verið fullgildur VR félagi í 24 mánuði litið til síðustu 36 við úthlutun, ekki hafa átt fasteign s.l. fimm ár og þú þarft að sækja um íbúð sem samræmist þinni fjölskyldustærð.

  • Já, þú gætir þurft að skila inn viðbótargögnum með því að hengja viðhengi við umsóknareyðublaðið sem þú nálgast á mínum síðum á vr.is. Þetta á meðal annars við í eftirfarandi tilfellum:

    • Ef þú sækir um íbúð sem gerir ráð fyrir að barnið þitt á aldrinum 18-20 ára fái sér herbergi þarftu að skila inn fæðingarvottorði barnsins til að staðfesta skyldleika.
    • Ef þú sækir um íbúð vegna barns/barna sem eru með lögheimili skráð annars staðar en hjá þér þarftu að skila inn staðfestingu frá Sýslumanni um að þú (eða maki þinn) sért með sameiginlegt forræði yfir viðkomandi barni/börnum.
    • Ef þú sækir um íbúð sem gerir ráð fyrir barni sem er eldra en 20 ára en þarfnast umönnunar vegna andlegrar eða líkamlegar fötlunar eða sjúkdóma þarftu að skila inn staðfestu örorkumati frá Tryggingastofnun eða læknisvottorði sem sýnir fram á að barnið þurfi slíkan stuðning og ljóst sé að um viðvarandi ástand sé að ræða
    • Ef þú átt von á barni og vilt sækja um íbúð í samræmi við væntanlega fjölskyldustærð þarftu að skila inn þungunarvottorði til að staðfesta að svo sé.
  • Þú tapar ekkert af því að prófa. Alls verður 34 íbúðum úthlutað en það er ekki víst að það séu eingöngu 34 efstu á biðlista sem fá íbúð úthlutaða. Einhverjir gætu ákveðið að sækja ekki um og aðrir gætu ekki uppfyllt öll skilyrði úthlutunar.

  • Finna má áætlað leiguverð fyrir hverja íbúðartegund í gjaldskrá Blævar.

  • Stefnt er að því að afhenda leigjendum 23 íbúðir við Skyggnisbraut í lok desember 2024 og 11 íbúðir við Silfra- og Gæfutjörn í byrjun febrúar 2025.

  • Þú mátt sækja um að hámarki tvær íbúðartegundir hjá Blæ en mátt líka sækja um eina. Það breytir engu um líkurnar þínar á að fá íbúð hvort þú sækir um eina tegund eða tvær.

  • Við úthlutun færðu nánari upplýsingar um íbúðirnar sem standa þér til boða. Þú mátt þá sækja um þá íbúð sem þér líst best á innan tiltekins frests en ef ekkert er valið færðu úthlutaða íbúð af handahófi. Forgangur í íbúðavali ræðst af númer á biðlista.