Spurt og svarað um Blæ

  • Félagsfólk VR getur skráð sig á biðlista Blævar á Mínum síðum.

    Til þess að umsókn um pláss á biðlista sé gild, þarf að skila inn upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer, o.s.frv. og greiða árgjald Blævar.

    Athugið að skráning á biðlista er aðeins fyrir VR félaga sem eru 18 ára eða eldri. Til þess að fá úthlutaða íbúð þarf jafnframt að uppfylla frekari skilyrði (sjá hér).

  • Árgjald Blævar er 2.900 krónur sem þarf að greiða við nýskráningu á biðlista. Félagsfólk VR sem er á biðlista fær síðan kröfu fyrir sömu upphæð senda í heimabankann 12 mánuðum frá nýskráningu sem þarf að greiða til þess að viðhalda stöðu sinni á listanum fyrir næsta ár.

  • Nei. Vilji félagi ekki lengur vera á biðlista Blævar þarf hann einfaldlega að sleppa því að greiða árgjald félagsins þegar kemur næst að því að endurnýja aðildina. Félagsfólk sem greiðir ekki árgjald Blævar á 12 mánaða fresti dettur sjálfkrafa út af listanum.

  • Almennt séð mun sú regla gilda að félagar sem skrá sig á biðlista Blævar fá númer í þeirri röð sem umsóknir berast. Hins vegar verður undantekning frá þessu fyrirkomulagi í upphafi en þeir félagar sem forskrá sig á biðlistann á tímabilinu 16. apríl 2024 – 16. júní 2024 verður raðað á listann í handahófskenndri röð. Því skiptir ekki máli hvenær á þessu tveggja mánaða tímabili fólk skráir sig. Þetta er gert til að gæta jafnræðis og tryggja að fólk hafi tíma til að kynna sér starfsemi Blævar í upphafi verkefnisins.

    Eftir að forskráningu lýkur verður umsækjendum raðað aftast á listann í þeirri röð sem umsóknir berast.

  • Þegar íbúðir losna hjá Blæ verða þær auglýstar á vef félagsins og í tölvupósti til allra sem eru á biðlista. Hægt verður að skoða helstu upplýsingar um þær íbúðir sem eru lausar og sækja um úthlutun fyrir tiltekinn tíma. Í kjölfarið verður unnið úr umsóknum fyrir hverja íbúð.

    Þeir félagar sem uppfylla öll skilyrði úthlutunar og eru með lægsta númerið á biðlistanum fá úthlutaðri íbúð og hafa þá sjö daga til að greiða staðfestingargjald.

  • Til þess að fá eiga rétt á úthlutun á íbúð þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    • Umsækjandi skal hafa náð 21 árs aldri.
    • Umsækjandi skal hafa verið fullgildur VR félagi í a.m.k. 24 mánuði, litið til síðustu 36 mánaða, við úthlutun.
    • Umsækjandi má ekki hafa átt fasteign s.l. fimm ár við úthlutun.
    • Umsækjandi skal hafa skráð upplýsingar með réttum hætti og staðið í skilum við Blæ á greiðslu árgjalds.
    • Fjölskyldustærð umsækjanda skal samræmast stærð íbúðar sem sótt er um.

    Athugið að umsækjendur þurfa að uppfylla ofangreind skilyrði til þess að fá úthlutaðri íbúð en geta þó skráð sig á biðlista fyrr. Þannig er t.d. hægt að skrá sig á biðlista 18 ára með það í huga að sækja um íbúð 21. árs.

    Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér úthlutunarreglur Blævar vel áður en sótt er um númer á biðlista.

  • Nei. Það eru engin skilyrði um tekjumörk og því getur félagsfólk VR sótt um íbúðir Blævar óháð því hvað það er með í mánaðarlaun. Hins vegar mega umsækjendur um íbúðir ekki hafa átt fasteign s.l. fimm ár.

  • Sé umsókn um íbúð samþykkt þarf að greiða staðfestingargjald innan sjö daga til að staðfesta úthlutun. Staðfestingargjald er 50.000 krónur og rennur upp í leigutryggingu sem er ígildi þriggja mánaða leigu.

     

  • Félagsfólk á biðlista getur aðeins fengið íbúðir í samræmi við fjölskyldustærð, samkvæmt þeim viðmiðum sem koma fram í eftirfarandi töflu:

    Teg íbúðar

    Úthlutun miðast við

    Fjöldi svefnherbergja

     

     

     

    2ja herb. íbúð

    Einstaklingur, barnlaus hjón/sambýlisfólk*

    1

    3ja herb. íbúð

    Einstætt foreldri með eitt barn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með eitt barn eða fl.

    2

    4ra herb. íbúð

    Einstætt foreldri með tvo börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með tvö börn eða fl.

    3

    5 herb. íbúð

    Einstætt foreldri með þrjú börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með þrjú börn eða fl.

    4

     

    *Þarf að vera skráð sambúð

     

    Hægt er að kynna sér viðmið um fjölskyldustærð nánar í úthlutunarreglum Blævar.

    Nokkrar atriði sem hafa ber í huga:

    • Umsækjandi sem á von á barni getur sótt um stærri íbúð í samræmi við væntanlega fjölskyldustærð að fengnu þungunarvottorði.
    • Gert er ráð fyrir að tveir einstaklingar séu að hámarki í hverju svefnherbergi. Undantekning er þó gerð fyrir börn á leikskólaaldri.
    • Ekki er hægt að sækja um stærri íbúðir vegna barna sem eru eldri en 20 ára. Undantekning er gerð fyrir uppkomin börn sem þarfnast umönnunar vegna veikinda eða andlegrar/líkamlegrar fötlunar.
    • Foreldri með sameiginlegt forræði barns/barna þar sem lögheimili barns/barna er skráð hjá hinu foreldrinu getur sótt um að fá úthlutaða fjölskylduíbúð.
  • Nei. Sæki félagi um úthlutun á íbúð en hættir við og sleppur því að greiða staðfestingargjald heldur viðkomandi stöðu sinni á biðlista. Eins er hægt að halda stöðu sinni á biðlista án þess að sækja um úthlutun, sé það t.d. vilji viðkomanda að greiða árgjald til Blævar til þess að eiga möguleika á úthlutun síðar.

  • Nei. Það er ekki hægt að framselja númeri á biðlista eða skrá sig á biðlista fyrir hönd einhvers annars.

  • Reglur um gæludýrahald verður í höndum húsfélaga. Til þess að leyfa gæludýrahald verður að fá samþykki 2/3 íbúða í sama stigagangi.

  • Nei, framleiga verður óheimil. Leigjendur munu geta sótt um undanþágu frá þessari reglu til sérstakrar nefndar innan Blævar, t.d. vegna tímabundinnar dvalar erlendis.

  • Já. Úthlutunarreglur Blævar kveða á um sérstakan flutningslista sem er biðlisti fyrir þá félaga sem búa nú þegar í íbúð á vegum Blævar en vilja skipta um íbúð. Hægt verður að skrá sig á flutningslista þegar viðkomandi hefur búið í tvö ár í sinni íbúð. Til þess að fá úthlutaðri nýrri íbúð verður viðkomandi að uppfylla öll skilyrði úthlutunar.

  • Nei. Til þess að fá úthlutaðri íbúð verða umsækjendur að hafa verið fullgildir VR félagar í a.m.k. 24 mánuði en ef leigjandi skiptir um stéttarfélag eftir að flutt er inn hefur það engin áhrif á möguleika hans til áframhaldandi leigu. Hins vegar þurfa þeir sem sækja um að flytja á milli íbúða innan Blævar að uppfylla öll almenn skilyrði úthlutunar.

  • Úthlutunarreglur Blævar kveða á um að umsækjandi geti ekki fengið úthlutaða íbúð ef viðkomandi hefur átt fasteign sl. fimm ár. Eignist viðkomandi fasteign eftir að hann flytur inn í íbúð Blævar ber honum að tilkynna það til félagsins sem hefur þá heimild til þess að rifta leigusamningi.

  • Það verða alls 36 íbúðir í þessum fyrstu tveimur fjölbýlishúsum Blævar sem eru staðsett í Úlfarsárdal í Reykjavík. Íbúðirnar eru í mismunandi stærðum, allt frá litlum 2ja herbergja íbúðum og yfir í stórar fjölskylduíbúðir með fjórum svefnherbergjum. Hægt verður að skoða teikningar af íbúðunum og fá nánari upplýsingar um þær þegar opnað verður fyrir umsóknir um úthlutun íbúða í júlí 2024.

  • Það er áhugi fyrir því að byggja fleiri íbúðir á vegum Blævar og félagið hefur verið að skoða mögulegar lóðir. Hins vegar liggur ekkert nákvæmlega fyrir í þeim efnum að svo stöddu.