- Árlegt félagsgjald Blævar er 2.900 kr. Gjaldið er innheimt til að standa straum af kostnaði í tengslum við skráningu, staðfesta þarf skráningu á biðlista með greiðslu á 12 mánaða fresti.
- Staðfestingargjald vegna úthlutunar er 50.000 kr. Gjaldið skal greitt innan sjö daga frá úthlutun og er óafturkræft ef umsækjandi hættir við en gengur annars upp í tryggingarféð.
- Samhliða undirritun leigusamnings þarf leigutaki að standa skil á tryggingarfé sem er ígildi þriggja mánaða leigu. Tryggingarféð stendur til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi, þ.e. fyrir leigugreiðslum, kostnaði sem fellur til við skil á íbúð og skaðabótum vegna tjóns á hinu leigða sem leigjandi kann að bera ábyrgð á samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga. Leigutaki getur einnig valið að kaupa tryggingu í gegnum viðurkenndan aðila. Trygging þarf að liggja fyrir við undirritun leigusamnings. Tryggingarfé skal skilað í lok leigutíma ef engin athugasemd er gerð við skilin.
- Leiguverð íbúða Blævar er áætlað hér fyrir neðan. Leiguverð liggur alltaf fyrir við gerð leigusamnings og er það þá uppgefið samningsverð sem gildir. Leiguverð inniheldur ekki mánaðarlega greiðslur til rekstrarfélags leigjenda sem mun annast rekstur og þrif á sameign. Leiguverð getur verið ögn breytilegt eftir íbúðum, íbúðir með auka fríðindum geta verið aðeins dýrari.
- Mánaðarleiga á 2ja herbergja íbúð er á bilinu 202.000 – 222.000.
- Mánaðarleiga á 3ja herbergja íbúð er á bilinu 257.000 – 277.000.
- Mánaðarleiga á 4ja herbergja íbúð er á bilinu 297.000 – 317.000.
- Mánaðarleiga á 5 herbergja íbúð er á bilinu 305.000 – 325.000.