Íbúðir Blævar eru 36 talsins og skiptast á milli tveggja nýrra fjölbýlishúsa sem staðsett eru í grennd við fallegt útivistarsvæði í Úlfársárdal í Reykjavík. Annað fjölbýlishúsið stendur við Skyggnisbraut 21-23 og er fimm hæða lyftuhús með 24 íbúðum. Hitt húsið er með 12 íbúðum og stendur við Silfratjörn 1-3 og Gæfutjörn 18.
Stefnt er að því að afhenda 24 íbúðir við Skyggnisbraut til félaga Blævar í lok desember 2024 og 12 íbúðir við Silfra- og Gæfutjörn í byrjun febrúar 2025.
Sjáðu heildstæðar teikningar af húsinu við Skyggnisbraut með því að smella hér.
Sjáðu heildstæðar teikningar af húsinu við Silfra- og Gæfutjörn með því að smella hér.
Íbúðirnar eru í fjórum mismunandi stærðum: ýmist með einu, tveimur, þremur eða fjórum svefnherbergjum. Hægt er að skoða lýsandi teikningar fyrir hverja íbúðarstærð hér fyrir neðan.
Tveggja herbergja íbúðir
Fjöldi svefnherbergja: 1
Stærð íbúða: 52-57 fm
Fjöldi íbúða: 17
2ja herbergja íbúðirnar eru sambærilegar að skipulagi. Eitt svefnherbergi sem lokast með rennihurð, anddyri, alrými með eldhúsi og baðherbergi. Geymslurými er í sameign á hæðinni. Forstofuskápur í anddyrir og fataskápur í herbergi. Svalir/sérafnotareitur í suður, inn í garðinn. Hólf fyrir þvottavél og þurrkar er í skáp í forstofu.
Þriggja herbergja íbúðir
Fjöldi svefnherbergja: 2
Stærð íbúða: 78-86 fm
Fjöldi íbúða: 8
3ja herbergja íbúðirnar eru sambærilegar að skipulagi. Allar eru endaíbúðir. Svalir/sérafnotareitir í suður, inn í garðinn. Íbúðirnar skiptast í anddyri, alrými með eldhúsi, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Geymslurými er í sameign á hæðinni. Forstofuskápur í anddyri og fataskápur í herbergjum. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi.
Fjögurra herbergja íbúðir
Fjöldi svefnherbergja: 3
Stærð íbúða: 96-110 fm
Fjöldi íbúða: 7
4ja herbergja íbúðirnar eru sambærilegar að skipulagi. Allar íbúðir eru endaíbúðir. Svalir/sérafnotareitir í suður, inn í garðinn. Íbúðirnar skiptast í anddyri, alrými með eldhúsi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Geymslurými er innan íbúðar. Forstofuskápur er við anddyri og fataskápur í herbergjum. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi.
Fimm herbergja íbúðir
Fjöldi svefnherbergja: 4
Stærð íbúða: 110 fm
Fjöldi íbúða: 2
5 herbergja íbúðir Blævar eru tvær, báðar staðsettar í húsinu við Slifra- og Gæfutjörn. Íbúðirnar eru endaíbúðir, staðsettir á 2. og 3. hæð. Svalir í suður, inn í garðinn. Íbúðirnar skiptast í anddyri, alrými með eldhúsi, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Geymslurými er í sameign í kjallara. Forstofuskápur er við anddyri og fataskápur í herbergjum. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi.
Skilyrði úthlutunar
Fimm megin skilyrði eru fyrir því að fá úthlutaða íbúð sem losnar, þegar viðkomandi er efstur á biðlista:
Viðkomandi skal hafa verið fullgildur VR félagi í a.m.k. 24 mánuði, litið til síðustu 36 mánuði við úthlutun.
Viðkomandi skal ekki hafa átt fasteign s.l. fimm ár við úthlutun.
Viðkomandi skal hafa náð 21. árs aldri við úthlutun (en má þó skrá sig á biðlista 18 ára).
Viðkomandi skal hafa skráð upplýsingar með réttum hætti og staðið í skilum við Blævi á greiðslu árgjalds.
Viðkomandi getur eingöngu sótt um íbúð sem samræmist fjölskyldustærð.
Síðasta skilyrðið, um fjölskyldustærð, er sett til þess að nýta íbúðir Blævar vel og forðast t.d. þá stöðu að stakur einstaklingur fái íbúð með mörgum svefnherbergjum sem eru hugsaðar fyrir stærri fjölskyldur. Viðmið um stærð íbúða eru settar fram í eftirfarandi töflu:
Teg íbúðar |
Úthlutun miðast við |
Fjöldi svefnherbergja |
2ja herb. íbúð |
Einstaklingur, barnlaus hjón/sambýlisfólk* |
1 |
3ja herb. íbúð |
Einstætt foreldri með eitt barn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með eitt barn eða fl. |
2 |
4ra herb. íbúð |
Einstætt foreldri með tvö börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með tvö börn eða fl. |
3 |
5 herb. íbúð |
Einstætt foreldri með þrjú börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með þrjú börn eða fl. |
4 |
|
*Þarf að vera skráð sambúð |
|