Blær íbúðafélag

Skráning á biðlista fyrir íbúðir Blævar íbúðafélags er á Mínum síðum. Félagsfólk sem þegar hefur skráð sig getur séð stöðu sína á listanum á Mínum síðum.

Úthlutun fyrstu íbúða 2025

Afhending fyrstu íbúða Blævar fer fram í janúar og febrúar 2025.

Skráning á almennan biðlista

Félagsfólk sem skráir sig á biðlistann nú fær úthlutað númeri á listanum í þeirri röð sem umsókn þess berst. Allt félagsfólk á biðlistanum fær upplýsingar um íbúðir þegar þær losna, en þau sem eru efst á listanum og með lægsta númer njóta ætíð forgangs í umsóknarferlinu, að uppfylltum skilyrðum fyrir úthlutun

Skilyrði fyrir úthlutun

Engin skilyrði eru fyrir því að skrá sig á biðlista Blævar, önnur en að senda inn umsókn með almennum upplýsingum, greiða árgjald félagsins og hafa náð 18 ára aldri. Hins vegar eru fimm megin skilyrði fyrir því að fá úthlutaða íbúð sem losnar, þegar viðkomandi er efstur á biðlista:

  1. Viðkomandi skal hafa verið fullgildur VR félagi í a.m.k. 24 mánuði, litið til síðustu 36 mánuði við úthlutun.
  2. Viðkomandi skal ekki hafa átt fasteign s.l. fimm ár við úthlutun.
  3. Viðkomandi skal hafa náð 21. árs aldri við úthlutun (en má þó skrá sig á biðlista 18 ára).
  4. Viðkomandi skal hafa skráð upplýsingar með réttum hætti og staðið í skilum við Blævi á greiðslu árgjalds.
  5. Viðkomandi getur eingöngu sótt um íbúð sem samræmist fjölskyldustærð.

Síðasta skilyrðið, um fjölskyldustærð, er sett til þess að nýta íbúðir Blævar vel og forðast t.d. þá stöðu að stakur einstaklingur fái íbúð með mörgum svefnherbergjum sem eru hugsaðar fyrir stærri fjölskyldur. Viðmið um stærð íbúða eru settar fram í eftirfarandi töflu:

Teg íbúðar

Úthlutun miðast við 

Fjöldi svefnherbergja 

2ja herb. íbúð 

Einstaklingur, barnlaus hjón/sambýlisfólk* 

1

3ja herb. íbúð 

Einstætt foreldri með eitt barn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með eitt barn eða fl. 

2

4ra herb. íbúð 

Einstætt foreldri með tvö börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með tvö börn eða fl.

3

5 herb. íbúð 

Einstætt foreldri með þrjú börn eða fl., hjón/sambýlisfólk* með þrjú börn eða fl.

4

 

*Þarf að vera skráð sambúð

 

Reglur um fjölskyldustærð gera ráð fyrir því að ekki séu fleiri en tveir í hverju svefnherbergi en undantekning er gerð fyrir börn sem eru enn á leikskólaaldri. Þá geta foreldrar með sameiginlegt forræði barns/barna verið á biðlista fyrir fjölskylduíbúð og umsækjendur sem eiga von á barni sótt um stærri íbúð í samræmi við væntanlega fjölskyldustærð að fengnu þungunarvottorði.

Önnur atriði

Úthlutunarreglur Blævar kveða á um margvísleg önnur atriði. Gæludýrahald í fjölbýlishúsum Blævar verður til dæmis háð samþykki 2/3 íbúa sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá verður leigutökum óheimilt að framleigja íbúðum eða hluta þeirra en hægt verður að sækja um sérstaka undanþágu frá þessu banni til úrskurðarnefndar Blævar, t.d. vegna tímabundinnar dvalar erlendis. Sé undanþága veitt skal framleigutímabil þó vera að hámarki tvö ár og eitt samfellt tímabil.

Úhlutunarreglurnar gera jafnframt ráð fyrir sérstökum flutningslista, sem er biðlisti fyrir þau sem búa í húsnæði á vegum Blævar en vilja fá nýja íbúð, t.d. vegna breyttrar fjölskyldustærðar eða til þess að skipta um hverfi. Fjórða hver íbúð sem losnar verður frátekin fyrir flutningslista en til þess að skrá sig á hann þarf viðkomandi að hafa búið í húsnæði á vegum Blævar í a.m.k. tvö ár og uppfylla öll almenn skilyrði úthlutunar. Flutningslistinn er hugsaður sem liður í því að efla húsnæðisöryggi íbúa, með því að gefa þeim færi á því að velja sér húsnæði sem hentar þeirra þörfum best hverju sinni.

Spurningar?

Ef eitthvað er óljóst hvetjum þig til þess að kynna þér úthlutunarreglur Blævar og lesa svör við algengum spurningum um Blæ. Frekari fyrirspurnum má beina skriflega á netfangið blaer@vr.is.