Tómstundanámskeið verða að falla að viðmiðum starfsmenntasjóðs um námskeið og vera haldin innanlands, sjá nánar 5. grein í starfsreglum sjóðsins.
Viðmiðin eru eftirfarandi:
- Skilgreint upphaf og endir
- Upplýsingar aðgengilegar
- Opið öllum
- Fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu
- Ráðgjöf, persónuleg áætlun og handleiðsla uppfyllir ekki skilyrði námskeiðs
Byrjendanámskeið sem falla að viðmiðum eru styrkhæf en ekki iðkun/þjálfun í sama fagi.
Litið er á líkamsræktarnámskeið og yoganámskeið sem iðkun nema þau séu skilgreind byrjendanámskeið. Athugið ekki er hægt að fá styrk oftar en einu sinni vegna byrjendanámskeiðs í sömu grein.
Námskeið sem hafa þann tilgang að undibúa einstaklinga undir ákveðna viðburði/keppni teljast ekki styrkhæf hjá sjóðnum.
Einkatímar í tómstund og meðferðarúrræði falla ekki undir viðmið sjóðsins um námskeið.
Úthlutunarreglur
Veittur er styrkur allt að 50% af námskeiðsgjaldi en að hámarki 40.000 kr. á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk sem er 180.000 kr. á ári. Tómstundastyrkur skerðir ekki uppsafnaðan styrk.
Með umsókn skal fylgja:
- Greiddur reikningur sem er á nafni VR félaga þar sem fram kemur námskeiðslýsing, upphafsdagsetning og lokadagsetning námskeiðs ásamt nafni fræðsluaðila.
- Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka.
- Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
- Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.
Mikilvægt að hafa í huga
Í þeim tilfellum þar sem styrkir eru ekki skattskyldir er brýnt að færa kostnað til frádráttar á móti styrk á skattframtali. Hér getur þú nálgast leiðbeiningar og nánari upplýsingar.
Þá viljum við vekja athygli á því að atvinnuleitendum ber að gefa upp styrki frá stéttarfélögum til Vinnumálastofnunar. Einnig bendum við lífeyrisþegum á að greiðslur ber að tilkynna til Tryggingastofnunar.