Úthlutunarreglur orlofshúsa

Úthlutun orlofshúsa VR að vetri til

Orlofshúsum VR verður í fyrsta skipti úthlutað í vetrarleigu veturinn 2025 – 2026 á ákveðnum tímabilum. Húsin eru leigð í viku í senn, frá fimmtudegi að telja. Fyrir utan þessi tímabil, er hægt að leigja húsin til skemmri tíma, án úthlutunar.

Orlofshúsunum verður úthlutað á þessum tímum:

  • Vetrarfrí í skólum dagana 23. – 30. október 2025 og 19. – 26. febrúar 2026
  • Jól 2025
  • Áramót 2025 - 2026
  • Páskar 2026
  • Skíðatímabil á Akureyri frá 1. janúar til 30. apríl 2026 (orlofshús í Hálöndum og Skipagötu)

Allt fullgilt félagsfólk getur sótt um að fá úthlutað orlofshúsi á þessum tímum, og skiptir ekki máli þó viðkomandi hafi leigt orlofshús veturna áður eða ekki.

Umsóknartímabil

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús á ofangreindum tímabilum þann 14. apríl og lokað fyrir umsóknir þann 30. apríl. Úthlutun fer fram þann 2. maí og hafa félagar til 12. maí til að ganga frá greiðslu á Mínum síðum á vef VR. Úthlutunarkerfi dregur af handahófi út félagsfólk sem fær sendan tölvupóst að úthlutun lokinni.

Almennar umsóknir

Þann 19. maí kl. 10:00 verður opnað á umsóknir orlofshúsa allt vetrartímabilið sem er frá 28. ágúst 2025 til 28. maí 2026. Þá gildir reglan „fyrst koma, fyrst fá“. Lágmarksleiga er þá tveir dagar og helgar eru leigðar frá föstudegi til mánudags.

Úthlutun orlofshúsa hjá VR fyrir sumarið 2025

  • VR félagi fer á Mínar síður og sækir um þrjá valkosti sem hann raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti eftir því hvað hann myndi helst vilja. 
  • Hámarksleiga er ein vika á sumri fyrir hvern félaga.
  • Úthlutunarkerfi dregur af handahófi út félagsfólk sem fær sendan tölvupóst að úthlutun lokinni.
  • Séu tímabil laus eftir að úthlutun lýkur gildir fyrst koma fyrst fá.

Mikilvægar dagsetningar

  • Opnað verður fyrir umsóknir þann 15. janúar.
  • Lokað fyrir umsóknir þann 27. febrúar.
  • Það skiptir ekki máli hvenær á tímabilinu félagsfólk sækir um, það á allt jafn mikla möguleika á að vera dregið út.
  • 28. febrúar er dregið af handahófi í gegnum úthlutunarkerfið.
  • Þau sem fá úthlutað orlofshúsi fá sendan tölvupóst.
  • Félagsfólk hefur þá tvær vikur til að ganga frá greiðslu í gegnum Mínar síður.
  • Þegar gengið hefur verið frá greiðslum fyrir úthlutun verður orlofseignum sem ekki fóru í útleigu aftur úthlutað þann 18. mars.
  • Staðfesting og greiðslufrestur varðandi þessa seinni úthlutun verður frá 18. mars til 24. mars.
  • Sama regla verður viðhöfð og áður að félagsfólk sem hefur tekið orlofshús á leigu einhvern tímann síðustu þrjú sumur getur ekki sótt um í sumarúthlutun en getur sótt um laus hús 2. apríl þegar opnað verður fyrir almennar bókanir.

Sumarúthlutun félagsins er ekki lengur bundin við einn dag í janúar eins og tíðkast hefur síðustu ár en breytingar voru gerðar á úthlutunarreglum félagsins árið 2024.

Sjá ítarlegri reglur og skilmála hér.