Komdu styrkleikum þínum og hæfni í orð
Þegar þú hefur komið styrkleikum þínum og hæfni í orð ertu betur undir það búin(n) að þróast í núverandi starfi eða sækja um nýtt starf. Leiðbeiningar okkar hjálpa þér að fá skýra mynd af því hvernig staðan er í dag og hvert þú vilt stefna.
-
Samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins er atvinnurekanda skylt að ganga frá ráðningu starfsmanns skriflega ef hann er ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar. Slíkt samkomulag er yfirleitt kallað ráðningarsamningur.
Lestu meira um ráðningarsamning hér.
Í ráðningarsamningi á meðal annars að koma fram starfstitill og stutt lýsing á starfi.
Starfslýsing er lýsing á starfshlutverki, ábyrgð, hæfni, starfskjörum og starfsumhverfi. Ef þú setur saman starfslýsingu þá verður skýrara, fyrir þig, yfirmann þinn og vinnufélaga hvað þú gerir og hvers er vænst af þér.Til hvers er hægt að nota starfslýsingu?
Starf þitt verður sýnilegra sem eykur líkur á að það verði betur metið að verðleikum.
Þú getur fengið að vita til hvers er ætlast af þér hjá yfirmanni þínum. Hvað er það sem þú gerir? Og hvers er vænst af þér?- Þú getur notað hana sem undirbúning fyrir starfsmannasamtal með yfirmanninum.
- Þú getur notað hana til að skipuleggja markvissa endurmenntun og þróun út frá starfslýsingunni.
- Þú getur notað hana í launaviðræðum.
- Þú getur notað hana sem útgangspunkt þegar þú leitar að nýju starfi.
Hvernig kemur þú starfslýsingu þinni í orð?
Þegar þú þarft að orða starfslýsinguna þína þá eru nokkrar leiðir til þess.-
Haltu dagbók yfir vinnudaginn
Þú getur haldið dagbók yfir vinnudaginn í einhvern tíma og síðan reynt að taka saman hvernig tímanum er yfirleitt skipt. Þannig getur þú glöggvað þig á hvort þú ert ánægð(ur) með verkefnaskiptinguna eða hvort þú hefur aðrar óskir sem þú vilt bera upp við yfirmann þinn. Ef þér finnst spennandi að skipuleggja ráðstefnur, fundi og viðburði, og þú vilt gjarnan nota meira af tíma þínum til þess, þá getur þú e.t.v. notað starfsmannasamtalið til að segja yfirmanninum að þú gætir vel hugsað þér fleiri slík verkefni. -
Skiptu verkefnum þínum upp í prósentuhluta
Þú getur líka skipt verkefnunum upp í prósentuhluta af vinnudeginum til að fá betri yfirsýn yfir einstök verkefni og umfang þeirra.Þetta getur þú notað til að skýra fyrir vinnufélögum og yfirmönnum hvað þú gerir og þannig gert vinnuna þína sýnilegri. Síðan getur þú sett mörk eða beðið um öðruvísi úthlutun á verkefnum, ef þú hefur þörf fyrir slíkt, því nú hafa aðrir betri skilning á stöðu þinni. Ef þér finnst gott að hafa fengið fleiri sjálfstæð verkefni, t.d. að vinna með tölfræðilegar upplýsingar fyrir verkefnastjórn og fjárhagsramma, þá verður þú að útskýra að þú getir ekki samhliða þessu sinnt öllum venjulegum þjónustustörfum eins og símsvörun og skipulagningu funda. -
Farðu lengra með starfslýsinguna
Fáðu fund með yfirmanni þínum. Farið saman í gegnum starfslýsinguna. Þetta gerir starfið sýnilegt og veitir þér og yfirmanni þínum tækifæri til að ræða starfssvið þitt og komast að sameiginlegum skilningi um það. Ef þú getur séð út frá starfslýsingunni að þú ert ekki sátt(ur) við það hvernig tíma þínum er varið þá ættir þú að ræða það við yfirmanninn, e.t.v. í starfsmannasamtali, þannig að þið getið talað saman um hvernig mögulega væri hægt að breyta tímaskipulagningu og þar með starfinu.
Þú getur notað starfslýsinguna sem grundvöll til launaumræðu, ef þú getur t.d. séð að þú hefur axlað miklu meiri ábyrgð og miklu fleiri verkefni.
-
Hæfnilýsing er lýsing á þeirri faglegu og persónulegu hæfni sem þú hefur aflað þér með menntun, í þeim ólíku störfum sem þú hefur gegnt í gegnum tíðina og með reynslu og áskorunum sem þú hefur staðið frammi fyrir.
Fagleg hæfni er hæfni sem þú hefur aflað þér með menntun eða í gegnum starf og starfsreynslu.
Persónuleg hæfni er hæfni sem tengist þér sem manneskju og sem þú berð með þér, alveg sama hvaða starfi þú gegnir.Til hvers er nægt að nota hæfnilýsingu?
- Þú getur notað hana til að finna út hvað það er sem þú kannt og hvaða hæfni þú ert að nota í starfi. Hvaða hæfni er ósýnileg en ætti að varpa ljósi á?
- Þú getur áttað þig betur á hvort þú býrð yfir hæfni sem passar við starfslýsinguna þína eða hvort þú þarft á endurmenntun að halda.
- Þú getur notað þetta yfirlit yfir hæfni þína í launaviðtal.
- Þú getur notað hana til að tala við yfirmann þinn um hvernig færni þín nýtist best í starfi.
- Þú ert betur undirbúin(n) fyrir starfsumsókn eða atvinnuviðtal
- Sjálfstraustið getur aukist við það að hafa skýrt yfirlit yfir þá fjölbreyttu hæfni sem þú býrð yfir.
- Þú getur notað hana sem grundvöll í starfsmannasamtali þegar þú vilt koma því á framfæri á hvaða sviðum þú vilt vaxa meira. Og hvað þú vilt gjarna fá meiri viðurkenningu fyrir.
Hvernig kemur þú hæfnilýsingu þinni í orð?
Þegar þú gerir hæfnilýsingu er mjög góð hugmynd að skipta henni upp í faglega og persónulega hæfni:Gerðu lista yfir faglega hæfni þína
Byrjaðu á að skrifa niður þá hæfni sem þú hefur aflað þér með grunnmenntun, endurmenntun, námskeiðum, ráðstefnum og reynslu. Þú hefur líka tileinkað þér ýmislegt við þín daglegu störf.Lýstu persónulegri hæfni þinni
Það getur verið erfiðara að koma persónulegri hæfni í orð en það er ekki síður mikilvægt. Þú getur gert uppkast og sýnt vinnufélögum. Þeir geta örugglega gefið þér hugmyndir til að skrifa niður ennþá fleiri dæmi um persónulega hæfni sem þú hafðir ekki hugmynd um. Hugsaðu um raunverulegar aðstæður í starfi þar sem persónuleg hæfni kom í ljós og skrifaðu hjá þér. Þú getur líka búið til fyrirsagnir eins og „ábyrgð“ og „sveigjanleiki“ og unnið frekar með þau hugtök.Farðu lengra með hæfnilýsinguna
Talaðu við yfirmann þinn um þá hæfni sem þú veist að þú býrð yfir. Veit hann eða hún í hverju þú ert góð(ur)? Getið þið í sameiningu þróað og breytt starfinu þínu þannig að þú notir eins marga af hæfileikum þínum og hægt er?
Þú getur notað þessa yfirsýn yfir hæfni þína til grundvallar í launaviðtali.
Berðu saman hæfnilýsinguna og starfslýsinguna þína. Ef þig skortir færni til að leysa þau verkefni sem lýst er í starfslýsingunni geturðu búið til áætlun um hvernig þú vilt endurmennta þig og auka hæfni þína.Ef hæfni þín nýtist ekki nægilega vel í núverandi starfi gætir þú íhugað að skipta um starf. Nú geturðu notað hæfnilýsinguna til að gera markvissa og nákvæma umsókn þar sem þú ert betri í að orða upplýsingarnar.
Lýsing á væntingum til starfs
Lýsing á starfsvæntingum lýsir þeim atriðum í starfi og á vinnustað sem eru mjög mikilvæg fyrir þig. Það er að segja það sem lætur þig hlakka til að mæta í vinnuna, eða dregur úr þér viljann til að mæta ef vinnugleðin er ekki til staðar.
Til hvers er hægt að nota lýsingu á væntingum til starfs?
- Þú getur notað hana til að leggja mat á vinnuna þína. Þú nærð að setja í orð hvað það er sem virkar og hvað virkar ekki.
- Þú getur notað hana til að finna út hvaða starf þú gætir hugsað þér að vinna.
- Þegar þú veist hverjar áherslur þínar í starfi eru geturðu líka skerpt á starfslýsingunni og hæfnilýsingunni þannig að þær uppfylli væntingar þínar.
Hvernig kemur þú væntingum þínum til starfs í orð?
Þegar þú átt að lýsa hvers þú væntir af starfinu þínu, hvort sem er núverandi starfi eða framtíðarstarfi, er hægt að gera það á marga ólíka vegu.
Skrifaðu niður væntingar þínar
Ímyndaðu þér draumastarfið og skrifaðu væntingar, verkefni, mörk og ramma kerfisbundið niður. Þú getur skipt þessu niður í væntingar um:
- þig sjálfa(n)
- faglega áskorun
- persónulega áskorun
- yfirmann
- starfsfélaga
- starfsumhverfi
- vinnutíma
- laun
Leggðu mat á kröfur þínar til starfs – hvað er mikilvægt?
Þú getur líka sundurgreint hlutina meira og reynt að meta þá ólíku þætti sem eru mikilvægir fyrir þig í starfi. Það er t.d. hægt að útbúa lýsingu á væntingum til starfs með því að meta mikilvægi eftirfarandi sex þátta. Hvað er mjög mikilvægt fyrir þig? Og hvað er minna mikilvægt?
- Form og stefnumið
- Hrós og viðurkenning
- Sjálfstæði
- Hóp- og samvinna
- Jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs
- Starfsframi